Hausmynd

42% Ítala vilja yfirgefa ESB

Sunnudagur, 17. maí 2020

Í könnun sem gerđ var á Ítalíu í apríl sl. kom í ljós ađ 42% íbúa vilja yfirgefa Evrópusambandiđ. Sambćrileg tala í könnun, sem gerđ var í nóvember 2018, sýndi 26% stuđning viđ brottför úr ESB.

Ţetta kemur fram á vef BBC og ţar er skýringin á ţessum aukna stuđningi viđ útgöngu sögđ vera sú, ađ upplifun fólks á Ítalíu sé sú, ađ Evrópusambandiđ hafi reynt Ítölum gagnslaust í veirufaraldrinum. 

Sú afstađa hafi m.a. birtzt í ţví ađ Evrópusambandiđ hafi hafnađ ósk Ítala um útgáfu evruskuldabréfa, sem öll ađildarríkin hefđu veriđ ábyrg fyrir.

Ítalir eru ekki eina ađildarţjóđin, sem hefur upplifađ Evrópusambandiđ á ţennan veg. Hiđ sama gerđist á Grikklandi í kjölfar fjármálakrísunnar 2008. En ţá var grískum skattborgurum gert ađ greiđa skuldir grískra einkabanka til ţess ađ bjarga einkabönkum í Ţýzkalandi og víđar, sem höfđu lánađ óvarlega til grískra banka.

Niđurstađan af tveimur stórfelldum krísum, fjármálakrísunni fyrir 12 árum og veirukrísunni nú virđist ţví vera sú, ađ ţegar harđnar á dalnum hugsi hver ţjóđ um sig og láti sig engu skipta vandamál annarra.

Evrópusambandiđ er ađ klofna í tvo hluta, ríkin í norđri og ríkin í suđri. 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mćlingum Google.

4886 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mćlingum Google.

5133 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mćlingum Google.

3873 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mćlingum Google.