Hausmynd

Hvers vegna vilja Norðmenn reisa vindmyllur á Íslandi?

Þriðjudagur, 19. maí 2020

Hvað ætli valdi því að Norðmenn vilji byggja vindmyllur á Íslandi? Eru ekki næg tækifæri til slíks í Noregi?

Hvers vegna ættum við að hafa áhuga á því, að Norðmenn byggi slík orkuver hér?

Erum við Íslendingar ekki fullfærir um það í eigin landi?

Það er erfitt að skilja hvað hér er á ferð.

En grundvallaratriði málsins er þetta.

Skömmu eftir lýðveldisstofnun var hafizt handa við að Íslendingar tækju auðlindir landsins í eigin hendur. Þá var byrjað að undirbúa útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Það reyndist verða mikil baráttu en henni lauk rúmum þremur áratugum síðar, hinn 1. desember 1976.

Það sama á auðvitað að eiga við um orkulindir þjóðarinnar. Við eigum að nýta þær sjálfir en ekki fela það verkefni öðrum þjóðum. Það á við um orkulindir, hvort sem það eru fallvötnin eða vindurinn. Þetta hefur tekizt að mestu leyti, þótt dæmi séu því miður um að útlendingar hafi eignast hluti í orkufyrirtæki hér. 

Nú á Alþingi að koma þessu á hreint. Útlendingar eiga ekki að komast inn í orkulindir landsins. Um þá auðlind á það sama við og um fiskimiðin.

Hvernig halda menn að Norðmenn mundu taka því, ef t.d. Bandaríkjamenn reyndu að komist inn í nýtingu olíuauðlinda þeirra?

Auðvitað mundu þeir segja nei takk.

Þingið þarf að koma þessu á hreint.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.