Hausmynd

Hvađ er ađ gerast í Bandaríkjunum?

Mánudagur, 1. júní 2020

Ţađ er nánast ótrúlegt ađ fylgjast međ óeirđum í bandarískum stórborgum síđustu daga. Sennilega hafa slíkir atburđir ekki orđiđ ţar í 50-60 ár, ţegar saman fóru hörđ átök um mannréttindi fólks af öđrum litarhćtti en hvítum og óeirđir vegna Víetnamstríđsins.

Ekki bćtir úr skák ađ forseti landsins virđist ýta undir átök og sundrungu í bandarísku samfélagi sem er nóg fyrir, međ málflutningi sínum. Og ţegar ţetta gerist á kosningaári fer ekki á milli mála ađ stađan er eldfim.

Ađ auki er ljóst ađ demókrötum hefur ekki tekizt ađ finna sannfćrandi forsetaefni en efnahagslegar afleiđingar kórónuveirunnar auk óánćgju međ hvernig tekizt hefur veriđ á viđ veiruna af hálfu stjórnvalda ţar eiga eftir ađ gera Donald Trump erfitt fyrir í viđleitni hans til ađ ná endurkjöri.

Hiđ leiđandi heimsveldi á augljóslega viđ innri vandamál ađ stríđa, sem gerir ţví erfitt fyrir ađ standa undir hlutverki sínu.

 


Úr ýmsum áttum

4080 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 28. júní til 4. júlí voru 4080 skv. mćlingum Google.

4037 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 21. júní til 27. júní voru 4037 skv. mćlingum Google.

3606 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 14. - 20. júní voru 3606 skv. mćlingum Google.

3849 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 7. júní til 13. júní voru 3849 skv. mćlingum Google.