Hausmynd

Skortir kennslu í mannlegum samskiptum?

Sunnudagur, 26. júlí 2020

Reglulega birtast fréttir, sem vekja upp spurningar um það, hvort skortur sé á kennslu í mannlegum samskiptum. Slíkar fréttir berast af vinnustöðum eða af einhverjum þeim vettvangi, þar sem fólk starfar saman. Þær eru ekki bundnar við Ísland eitt. Eitt nýjast dæmið er af samskiptum tveggja þingmanna á Bandaríkjaþingi, þar sem karlkyns þingmaður sýndi kvenkyns þingmanni dónaskap.

Oft benda lýsingar á samskiptum fólks til þess mannfólkið búi enn í frumskógi, bara annars konar frumskógi heldur en áður.

Í gamla daga var sagt að þessi eða hinn kynni ekki "mannasiði".

Kannski hefur þetta alltaf verið svona en veki meiri athygli nú vegna þess að oftar sé frá því sagt eða einfaldlega að fólk sætti sig ekki lengur við framkomu annarra og segi þess vegna frá.

Alla vega er hér um vandamál að ræða, sem taka þarf á.

Kannski er leiðin til þess tvíþætt. Annars vegar að taka upp reglulega kennslu í skólum í mannlegum samskiptum

Hins vegar að hefja víðtækari umræður um slík vandamál á opinberum vettvangi.

Slíkar umræður eru ákveðin uppeldisaðferð.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.