Ítarlegt viðtal Andrésar Magnússonar við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Morgunblaðinu í dag vekur upp þessa spurningu:
Er ekki farsælast fyrir land og þjóð að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram að kosningum loknum?
Það fer ekki á milli mála, að samstarf stjórnarflokkanna þriggja hefur í stórum dráttum gengið vel. Óvenjulegar aðstæður valda því, að það skiptir miklu máli að pólitískur stöðugleiki ríki á meðan tekizt er á við þann risavaxna vanda, sem við og allar aðrar þjóðir stöndum frammi fyrir á næstu árum.
Það væri óheppilegt svo ekki sé meira sagt, að pólitískt uppnám ríki í landinu að kosningum loknum haustið 2021.
Auðvitað er forsendan fyrir því að það geti haldið áfram sú, að flokkarnir þrír haldi meirihluta sínum á Alþingi. Líkurnar á því eru töluverðar, því ekki er að sjá að einhver stjórnarandstöðuflokkanna sé að ná sér á strik - nema þá hugsanlega Píratar.
Núverandi stjórnarflokkar hafa staðið vel saman í aðgerðum vegna kórónuveirunnar.
Þeir búa yfir þekkingu og reynslu, sem skiptir máli.
Það eru sterk rök, sem hníga að því að treysta þeim áfram fyrir landstjórninni.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.