Hausmynd

VG í ólgusjó?

Föstudagur, 18. september 2020

Ţótt forystusveit VG hafi tekiđ úrsögn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr ţingflokki flokksins og flokknum sem slíkum í gćr međ stillingu og taliđ hana hafa veriđ fyrirsjáanlega er ekki ţar međ sagt, ađ sú úrsögn eigi ekki eftir ađ hafa víđtćkari pólitískar afleiđingar

Telja má líklegt ađ hljómgrunnur sé međal bćđi einhverra flokksmanna en ekki síđur almennra kjósenda VG fyrir ţeim sjónarmiđum, sem Rósa Björk setti fram í gćr vegna úrsagnar sinnar og varđa međferđ á málum hćlisleitenda hér.

Til viđbótar kemur svo frásögn Fréttablađsins í dag ţess efnis, ađ í undirbúningi kunni ađ vera stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar umhverfissinna.

Ţađ er ţess vegna líklegra en hitt ađ VG stefni í pólitískan ólgusjó á nćstu mánuđum í ađdraganda ţingkosninga ađ ári liđnu.

Ţađ getur svo aftur skapađ óróa í stjórnarsamstarfinu, sem vísbendingar eru um ađ sé ađ verđa til. Ţá er átt viđ ađ Framsóknarflokkurinn kunni nú, eins og stundum áđur, veriđ byrjađur ađ horfa til vinstri, ţegar kemur ađ stjórnarmyndun eftir kosningar.

Spenna innan Samfylkingar sem augljóslega tengist átökum um framtíđarforystu flokksins, og órói innan VG, gćtu bent til einhvers uppnáms á vinstri kantinum, sem aftur getur haft afleiđingar.  


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4326 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 18.- 24. október voru 4326 skv. mćlingum Google.

3989 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. október til 17. október voru 3989 skv. mćlingum Google.

Ţýzkaland: Bóluefni fyrir apríl 2021

Jens Spahn, heilbrigđisráđherra Ţýzkalands, spáir bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir apríl 2021 og segir ađ ţađ verđi einungis gefiđ ţeim, sem ţess óska.

Ţetta kemur fram á vef ţýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle.

Bandaríkin: Störf endurheimtist ekki fyrr en 2023

Wall Street Journal segir í dag, ađ 43% hagfrćđinga, sem blađiđ leitađi álits hjá, telji ađ störf í Bandaríkjunum, sem hafa tapast vegna kórónuveirunnar endurheimtist ekki fyrr en 2023 eđa síđar.