Hausmynd

Danmörk: 300 þúsund börn eiga foreldri með geðröskun

Miðvikudagur, 28. október 2020

Danska sjónvarpið hefur hafið útsendingu á þáttaröð um börn, sem eiga foreldri með geðröskun. Í upphafi hennar kemur fram, að um 300 þúsund börn í Danmörku búa við slíkar aðstæður.

Í fyrsta þættinum kemur fram, að geðdeild sjúkrahússins í Álaborg á Jótlandi hefur hafizt handa við að sinna þessum börnum. Það er gert með samtölum við barnið og foreldra þess og með því að leiða saman börn, sem eiga sér sambærilega lífsreynslu að þessu leyti.

Hér er á ferð hópur barna, sem hafa ekki fengið nægilega athygli til þessa. Þó ber að geta þess, að í þingsályktun  Alþingis, sem samþykkt var fyrir nokkrum árum, er ákvæði, sem varðar þessi börn sérstaklega og á seinni árum hefur geðheilbrigðiskerfið hér stigið fyrstu skrefin til þess og það gerðist raunar áður en umrædd þingsályktun var samþykkt á Alþingi.

Fyrsti þátturinn í danska sjónvarpinu bendir til þess, að við getum ýmislegt af Dönum lært í þessum efnum. Þess vegna er ástæða fyrir fagfólk á þessu sviði að kynna sér það, sem er að gerast í þessum efnum í Danmörku.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.