Hausmynd

Viljum við að "allt verði eins og það var"?

Sunnudagur, 29. nóvember 2020

Í daglegu tali er oft sagt, að fólk vilji að "allt verði eins og það var" fyrir veiruna.

En er það svo?

Bjuggum við í einhverju "fyrirmyndarþjóðfélagi" fyrir veiruna?

Nærtækara er að segja að eftir hrun hafi þjóðin verið í sárum og upplifað sig á þann veg, að hún hafi verið svikin í tryggðum.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um þessa helgi birtist viðtal við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem vakið hefur þjóðarathygli, þar sem hann í fyrsta sinn segir frá rótum þess barnaverkefnis, sem hann setti af stað í ráðuneyti sínu, þegar hann tók við ráðherraembætti fyrir þremur árum. Í stuttu máli má segja, að ráðherrann hafi sett af stað mikla vinnu við að koma í veg fyrir að börn í okkar samfélagi þurfi að upplifa það, sem hann sjálfur og of mörg önnur börn hafi þurft að upplifa á sínum æskuárum. 

Eftir helgi mun hann kynna tillögur, sem geta gjörbreytt samfélagi okkar á þann veg að það verði í raun - en ekki bara í orðum - barnvænt samfélag.

Getur ekki verið, að þjóðin muni gera kröfur til þess að stjórnmálaflokkarnir leggi fram fyrir kosningar næsta haust sínar tillögur um, hvernig þeir vilji kom fram þeim umbótum á okkar samfélagi, sem hrunið leiddi í ljós, að eru bæði tímabærar og nauðsynlegar?

Það verður fróðlegt að sjá, hvort einhverjir flokkanna svari slíku kalli.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.