Norsk stjórnvöld líta svo á, að því er fram kemur á Barents Observer, að Norðmönnum og bandalagsþjóðum þeirra stafi vaxandi ógn af hernaðarlegri uppbyggingu Rússa. Þetta er kjarninn í nýrri Norðurslóðastefnu, sem Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs hefur kynnt.
Meðal þeirra bandalagsþjóða Norðmanna, sem hljóta að taka þessar ábendingar til sín erum við Íslendingar. Þetta er okkar umhverfi. Það sem gerist á Norðurslóðum hefur bein áhrif á okkar eigið öryggi.
Í dag er það aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin, sem er okkar eina trygging.
Til viðbótar við þá ógn frá Rússum, sem Norðmenn telja nú vaxandi, kemur svo augljós áhugi Kína á þessum heimshluta.
Gerir ríkisstjórnin sér grein fyrir þessari stöðu?
Má búast við einhverjum viðbrögðum?
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.