Hausmynd

Veiran: Ástandið er ekki að batna í okkar heimshluta

Þriðjudagur, 5. janúar 2021

Því fer fjarri að ástandið vegna veirunnar sé að batna í okkar heimshluta.

Í Bandaríkjunum ríkir stjórnleysi og mun ríkja þar til nýr forseti tekur við. Þá bíður hans það verkefni að byrja í raun frá grunni að takast á við veiruna.

Í gærkvöldi tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, að fólk ætti að halda sig heima við fram í miðjan febrúar og að skólar yrðu lokaðir.

Í dag er gert ráð fyrir, að sögn þýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle, að tilkynnt verði um framhald takmarkana í Þýzkalandi til loka janúar. Skólar hafa verið lokaðir og verzlanir einnig frá 16. desember sl.

Ísland er ekki eina landið sem býr við óvissu um bóluefni. Það á við um flest lönd í nágrenni við okkur.

Þótt vel gangi hér heima fyrir um þessar mundir er of fljótt að hrósa sigri í viðureign við veiruna.

Og það þýðir um leið að það verður bið á endurreisn efnahagslífsins. 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.