Hausmynd

Morgunblaðið í dag: Raunsærra mat ferðaþjónustu á stöðu mála

Miðvikudagur, 6. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag er að finna raunsærra mat talsmanna ferðaþjónustunnar á stöðu mála og líklega þróun á þessu ári en stundum áður.

Þannig er m.a. haft eftir Kristófer Oliverssyni, formanni Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins:

"Kristófer segir nýjustu tíðindi af dreifingu bóluefna á Íslandi ekki gefa tilefni til...bjartsýni. Það hafi ekki aðeins áhrif á hótelin heldur hafi það raunar "beinar efnahagslegar afleiðingar" að bólusetning gangi hægar hér en vonir manna stóðu til á tímabili."

Þá segir í blaðinu:

"Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, tekur í sama streng. Dregið hafi úr bjartsýni á bata í ferðaþjónustunni fyrir næsta sumar. Ástæðurnar séu útbreiðsla kórónuveirunnar á lykilmörkuðum og hægagangur í bólusetningu hér á landi."

Stundum virðast talsmenn ferðaþjónustunnar hafa haft tilhneigingu til að reyna að "tala upp" væntingar um að ferðaþjónustan taki við sér á ný á þessu ári að einhverju marki.

En ofangreind ummæli eru raunsæ

Og það er í sjálfu sér fagnaðarefni.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.