Forsetatíð Donalds Trumps er að breytast í martröð bandarísku þjóðarinnar, eins og sjá mátti í gær, þegar stuðningsmenn Trumps gerðu aðsúg að bandaríska þinghúsinu og tókst að tefja fyrir staðfestingu á kjöri Joe Biden, sem næsta forseta Bandaríkjanna.
Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum af þessu tagi í forysturíki lýðræðis í heiminum en um leið sýna þeir atburðir hvað lýðræðið getur verið brothætt.
Og kannski auðveldara að skilja eftir þessa atburði hvernig Adolf Hitler gat komist til valda í Þýzkalandi fyrir um 90 árum.
En lýðræðislegir stjórnarhættir í Bandaríkjunum munu standa þessa atlögu af sér, sem bæði fjölmiðlar vestan hafs og einstakir þingmenn lýstu sem tilraun til "hallarbyltingar".
Leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni flutti sterka ræðu í þinginu í gær áður en til þessara atburða koma og fleiri öldungadeildarþingmenn þess flokks töluðu á sama veg, þannig að ljóst er orðið að fjölmargir þingmenn þess flokks munu standa með demókrötum í því að tryggja að vilji bandarískra kjósenda í forsetakosningunum nái fram að ganga.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.