Hausmynd

Noregur: EES-samningurinn til umræðu

Sunnudagur, 10. janúar 2021

Á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, er frá því sagt, að EES-samningurinn sé kominn til umræðu á vettvangi norskra stjórnmála í aðdraganda þingkosninga, sem þar fara fram í september n.k. Og ennfremur að það sé að frumkvæði norska Miðflokksins, sem sæki nú mjög fram í fylgi skv. könnunum í Noregi.

Talsmenn Miðflokksins haldi því fram, að Bretar hafi við útgöngu úr ESB náð mun betri samningum en Noregur hafi náð með EES-samningnum á sínum tíma. Bretar hafi tryggt sér aðgang að innri markaði ESB "án þess að skuldbinda sig gagnvart stöðugt aukinni samþættingu regluverks aðildarríkjanna sem setja hömlur á sjálfsákvörðunarrétt ríkja."

Þá kemur fram í frétt mbl.is, að innan norsku verkalýðshreyfingarinnar séu uppi áþekkar kröfur um endurskoðun EES-samningsins.

Þessar fréttir hljóta að vekja upp umræður hér vegna þess, að verði það niðurstaða Norðmanna að óska eftir endurskoðun á ákvæðum EES-samningsins þurfa Íslendingar að taka afstöðu til hins sama.

Í ljósi mikilla umræðna fyrir nokkrum misserum um orkupakka 3 verður að ætla að stuðningur verði hér við slíka endurskoðun EES-samningsins.

Og að stjórnmálaflokkarnir hér hljóti að taka málið til umræðu í aðdraganda þingkosninga, sem fram fara hér skömmu eftir kosningarnar í Noregi.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.