Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýzkalands, kallar nú eftir eins konar Marshalláætlun fyrir lýðræði að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle og er þá vísað til svonefndrar Marshalláætlunar Bandaríkjanna um endurreisn Evrópu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þessar hugmyndir ráðherrans koma fram í kjölfar þess að stuðningsmenn Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gerðu aðsúg að þinghúsinu í Washington.
Maas segir í samtali við DW að ekki megi gefa eftir gagnvart óvinum lýðræðis og það eigi við um bæði Bandaríkin og Þýzkaland.
Og hann bætti við:
"Án lýðræðis í Bandaríkjunum verður ekkert lýðræði í Evrópu."
Og enfremur:
"Að takast á við rætur félagslegrar mismununar er eitt mesta framtíðarverkefni bæði Bandaríkjamanna og Evrópubúa."
Þá bendir þýzka fréttastofan á, að í kosningabaráttunni vestan hafs hafi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, viðrað hugmyndir um "toppfund fyrir lýðræðið" á fyrsta ári hans í embætti.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.