Í Noregi, eins og hér, er kosningabarátta framundan. Þar verður líka kosið í september eins og hér. Þar eru nú hafnar miklar umræður um endurskoðun EES-samningsins m.a. í ljósi þess að því er haldið fram í Noregi að útgöngusamningur Breta úr ESB sé mun hagstæðari heldur en EES-samningurinn.
Það er því eðlilegt að spyrja, hvort hið sama muni gerast hér, þ.e. að endurskoðun EES-samningsins verði til umræðu í aðdraganda kosninga hér.
Það er full ástæða til. Í umræðunum um orkupakka 3 frá ESB kom skýrt fram, að aðildarríki hans eru ekki skuldbundin til að taka athugasemdalaust við öllu, sem frá Brussel kemur. Í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að þau geti gert athugasemdir og hafnað einhverju af Því, sem frá Brussel kemur.
Stjórnkerfið hér - og þar á meðal Alþingi - hefur hins vegar ekki haft kjark til að beita þeim ákvæðum.
Sé ekki hægt að koma stjórnkerfinu í skilning um það er eðlilegt að huga að endurskoðun samningsins.
Og þar að auki eru engin rök fyrir því að Bretar hafi aðgang að innri markaði ESB með öðrum og hagstæðari skilyrðum en aðrar þjóðir, sem utan þess standa.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.