Hausmynd

Rússland: Mikill mannfjöldi mómælti fangelsun Navalnys um allt land í gær

Sunnudagur, 24. janúar 2021

Mikill mannfjöldi mótmælti fangelsun rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í borgum um allt Rússland í gær. Til átaka kom á milli fólksins og lögreglunnar og töluverður fjöldi fólks var hnepptur í fangelsi, þar á meðal eiginkona Navalnys og ýmsir samstarfsmenn hans, konur og karlar. Frá þessu er sagt m.a. á rússneska netmiðlinum, The Moscow Times.

Navalny var settur í fangelsi við komuna heim til Rússlands fyrir skömmu frá Þýzkalandi en þangað var hann fluttur meðvitundarlaus eftir að tilraun hafði verði gerð til þess að eitra fyrir honum.

Augljóst er að yfirvöld í Rússlandi óttast Navalny mjög, þótt hvorki ráði hann yfir her eða lögreglu.

Að nafninu til ríkir lýðræði í Rússlandi en í raun er það eins konar KGB-ríki að mati sumra en mafíuríki að mati annarra, sem til þekkja, sem segja að spurningin sé bara sú, hvaða mafía verði ofan á í átökum þeirra í milli um hver taki við af Pútín, þegar hann hætti.

Ótti ráðamanna við Navalny byggist á því að dag einn verði mótmæli af þessu tagi svo víðtæk að jafnvel þeir, sem ráða yfir her og lögreglu, ráði ekki við neitt og þeim sem ráða verði velt úr sessi.

Fréttakona þýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle, Emily Sherwin, í Moskvu segir að fólkið úti á götum þar hafi hrópað:

"Við höfum völdin hér".

 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.