Hausmynd

Erfiður tími framundan fyrir stjórnmálamenn

Þriðjudagur, 26. janúar 2021

Næstu mánuðir verða erfiður tími fyrir marga stjórnmálamenn. Nú er komið að því, að þeir verða að leggja störf sín síðustu fjögur ár undir dóm kjósenda. Sumir verða að ganga í gegnum prófkjör í eigin flokkum áður en kemur að kosningunum sjálfum og aðrir verða að sæta mati uppstillinganefnda á því hvernig þeir hafi staðið sig.

Reynslan sýnir að eitt helzta vandamál þingmanna er ofmat þeirra á sjálfum sér. Margra ára seta á Alþingi virðist hafa þau áhrif á einstaklinga að þeir tapa áttum og gera sér enga grein fyrir eigin stöðu í augum kjósenda. Að ekki sé talað um þá, sem fá tækifæri til að taka sæti í ríkisstjórn.

Áhrifamáttur valdsins blindar þeim sýn.

Sumir þeirra hafa að vísu vit á, að rækta tengslin við kjósendur og virka flokksmenn milli kosninga en aðrir gleyma því fljótt enda mikil vinna.

Ofmatið á eigin stöðu framkallar svo stundum furðuleg viðbrögð hjá þingmönnum, þegar kemur að vali flokka á frambjóðendum.

Ein af ástæðunum fyrir því, að þingmenn missa tengslin við veruleikann í kringum sig er sú að samstarfsmenn og vinir hafa tilhneigingu til að segja þeim það sem þeir vilja heyra.

En beztu vinir stjórnmálamanna eru einmitt þeir, sem segja þeim sannleikann um stöðu þeirra meðal flokksmanna eða kjósenda, þótt hann kunni að vera þeim erfiður.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.