Hausmynd

Verkalýðshreyfingin og þingkosningar

Miðvikudagur, 27. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að verkalýðshreyfingin ætli að "gera sig gildandi" í umræðum í aðdraganda þingkosninganna í haust og sé að búa sig undir það.

Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart og raunar skrýtið að ekki skuli vera meiri eftirspurn eftir forystumönnum úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Ekki verður betur séð en bæði Samfylking og VG hafi misst tengsl við verkalýðshreyfinguna, sem voru mikil í tíð forvera þeirra, Alþýðuflokks  og Alþýðubandalags. Raunar má segja það sama um Sjálfstæðisflokk, sem í eina tíð lagði mikla áherzlu á, að forystumenn úr verkalýðshreyfingunni væru í hópi þingmanna flokksins.

En hvað sem því líður verður forvitnilegt að fylgjast með því hverjar áherzlur verkalýðsfélaganna verða í umræðum í aðdraganda kosninganna.

Ekki er ólíklegt að eitt helzta málið verði niðurfelling verðtryggingar. Ef rétt er munað var verðtrygging eitt helzta baráttumál Alþýðuflokksins á sínum tíma.

Og svo er náttúrlega ekki óhugsandi að einhverjir flokkanna vakni af værum svefni og leiti eftir frambjóðendum úr röðum verkalýðsforingja. Enn er tími til stefnu.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.