Hausmynd

Eru verri tímar að ganga í garð á Íslandi?

Laugardagur, 30. janúar 2021

Fréttir fyrir skömmu um að skotið hefði verið á rúður á skrifstofum Samfylkingarinnar í Reykjavík og að hið sama hefði gerzt í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, vöktu óhug.

Þegar fréttir bárust um að skotið hefði verið á bifreið Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, vaknaði sú hugsun áreiðanlega hjá mörgum, hvort verið gæti að verri tímar væru framundan á Íslandi.

Eitt er að fólk skiptist á skoðunum og deili um mál í lýðræðisríki. Annað að skoðanaágreiningur leiði til ofbeldisverka.

Reyndar eru fleiri atvik, sem hafa vakið upp áþekkar hugleiðingar eins og t.d. eins konar innrás í Borgarholtsskóla, þar sem markmiðið var að berja á einstaklingi.

Hvað er að gerast?

Eru þetta áhrif og afleiðingar ómenningarstrauma frá öðrum löndum?

Að vísu hafa slagsmál karla lengi verið viðloðandi okkar fámenna samfélag. Fyrir rúmlega hálfri öld voru þau algeng á skólalóðum í frímínútum á milli stráka og á íþróttamótum og hestamannamótum í Borgarfirði um miðja síðustu öld voru slagsmál bændasona eins konar "skemmtiatriði" á slíkum mótum. Fólk horfði á en stöðvaði ekki.

En nú eru alvarlegri mál á ferðinni, þar sem hafnaboltakylfum, hnífum og skotvopnum er beitt.

Það er rík ástæða til að taka undir með borgarstjóra að þessa þróun verður að stöðva. 


Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.