Hausmynd

Ný bók: Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar - byltingin sem aldrei varð

Miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Uppreisnarmenn   fronturÚt er komin ný bók eftir umsjónarmann þessarar síðu, sem nefnist Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar - byltingin sem aldrei varð. Útgefandi er Veröld.

Í stórum dráttum spannar bókin 40 ára tímabil í seinni tíma sögu þjóðarinnar. Upphaf þeirrar frásagnar, sem í bókinni er að finna er Heimdallarfundur hinn 26. júlí 1978, sem var gífurlega vel sóttur og fjallaði um ófarir Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum þá um vorið og þingkosningum nokkrum vikum síðar.

Fjallað er um valdatíma þess hóps, sem kallaðir eru uppreisnarmenn frjálshyggjunnar með tilvísun í bók sem þeir gáfu út 1979 og nefndist Uppreisn frjálshyggjunnar, frá og með kjöri Þorsteins Pálssonar til formennsku í Sjálfstæðisflokknum haustið 1983 og fram í ársbyrjun 2009, þegar Geir H. Haarde lét af formennsku en mestan hluta þessa tímabils var Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Annar meginþáttur bókarinnar er umfjöllun um uppgjör Sjálfstæðisflokksins við hrunið, sem bókarhöfundur telur að hafi aldrei farið fram en eigi að fara fram og þau álitaefni, sem þar koma við sögu reifuð. 

Þriðji þáttur bókarinnar fjallar um líðandi stund og þau viðfangsefni, sem nú eru til staðar og framundan á sviði þjóðmála.

Þar er jafnframt að finna tilraun til að endurhugsa og endurnýja stefnu Sjálfstæðisflokksins í takt við breytta tíma.

Bókin var kynnt á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í dag, miðvikudag, í Valhöll

Vorið 2020 hafði bókin selst í 711 eintökum.

Bókin hefur líka komið út í rafrænu formi. Vorið 2020 höfðu selst af henni 5 eintök í því formi.


Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.