Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum, sem Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari er listrænn stjórnandi að, auka vægi Kjarvalsstaða í menningarlífi höfuðborgarinnarn svo um munar.
Í gær var Atla Heimis Sveinssonar, tónskálds, sem lést fyrir skömmu, minnst á slíkum tónleikum fyrir fullu húsi. Það sem vakti ekki sízt athygli þess áheyranda, sem hér skrifar var, að þar var hin undurfagra Vókalísa Rachmaninoffs flutt en fegurðin í þeim verkum Atla Heimis, sem voru flutt á tónleikunum var engu minni, en það var Intermezzo úr Dimmalimm og þrjú sönglög úr Jónasarlögum Atla.
Auk Guðnýjar komu fram á tónleikunum þær Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran og Jane Ade Sutarjo, píanóleikari.
Fyrir skömmu voru hér á ferð erlend hjón, sem víða hafa komið, og höfðu orð á fjölskrúðugu tónlistarlífi á Íslandi og spurðu, hvernig það hefði orðið til.
Einn viðmælandi þeirra svaraði: Það voru Gyðingarnir.
Og áttu við þá flóttamenn af gyðingaættum, sem flúðu hingað undan ofsóknum nazista fyrir um átta áratugum og áttu mikinn þátt í að byggja upp tónlistarlífið hér.
Fyrsti tónlistarkennari Atla Heimis, var einmitt einn úr þeirra röðum, dr. Heinz Edelstein.
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.