Frá sjónarhóli áhugamanns um leikhús er sýning Leikfélags Reykjavíkur,(sem á 123 ára afmæli um þessar mundir) á Vanja frænda, eftir hinn rússneska Tsjekhov (1860-1904) frábær og eftirminnileg.
Þegar leiktjöldin eru dregin frá blasir við óvenjuleg en mjög vel heppnuð leikmynd og með jafn vel heppnaðri lýsingu verður til mjög sérstakt andrúmsloft á sviðinu, sem leikhópurinn fellur vel inn í.
Leikararnir standa allir vel fyrir sínu og skapa hver um sig sterkar persónur.
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri, hefur mótað hér sýningu, sem mun auka veg hennar mjög.
Það er langt síðan sýning í leikhúsi hér hefur haft jafn mikil áhrif á þennan áhorfanda og þessi sýning.
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.