Hausmynd

Sjálfstæðisflokkur: Fjör færist í leikinn

Laugardagur, 23. janúar 2021

Í grein í Morgunblaðinu í dag tilkynnir Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, að hann muni gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninganna í september n.k. Prófkjörið hefur að vísu ekki verið ákveðið en ætla verður að prófkjör verði á vegum flokksins í flestum eða öllum kjördæmum í júní. Enda flokkurinn sá stjórnmálaflokkur, sem síðustu 50 ár hefur haft forystu um þá lýðræðislegu aðferð við kjör frambjóðenda til þings og að töluverðu leyti vegna sveitarstjórna líka.

Vilhjálmur minnir á að hann hafi tvisvar áður gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í hinu fyrra, 2012, hafi hann fengið næstflest atkvæði og næstflest atkvæði í fyrsta sæti en niðurstaðan orðið fjórða sæti á listanum. Í hinu síðara hafi hann fengið fjórða sæti á listanum (sem var og er talið öruggt þingsæti)en færður af kjörnefnd í fimmta sæti til þess að kona væri í einu af fjórum öruggum sætum listans. 

Vilhjálmur segist því þurfa góða kosningu til þess að úrslit prófkjörs verði virt.

Það er augljóst af þessari grein að nú er fjör að færast í leikinn í Sjálfstæðisflokknum. 

Vilhjálmur Bjarnason er frambjóðandi, sem hefur víðtæka þekkingu á efnahags- og atvinnumálum (og reyndar íslenzkum bókmenntum líka miðað við reglulegar greinar hans í Morgunblaðinu)og styrkur hans ekki sízt sá, að hann þorir að hafa skoðanir og láta þær í ljósi, þótt þær fari ekki alltaf saman við skoðanir flokksforystunnar.

Þetta verður spennandi prófkjör.

 


Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.